Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1494250484.74

    Trésmíði og handavinna
    TRÉS1HV08
    8
    trésmíði
    Trésmíði og handavinna
    Samþykkt af skóla
    1
    8
    Í þessum byrjunaráfanga byggingatækni er fræðilegur grunnur byrjunaráfanganna í tréiðnum kynntur fyrir nemendum. Fjallað er um umgengni við efni, vélar, verkfæri og vinnustaðinn með áherslu á verkstæðishluta iðngreinarinnar. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér faglega nálgun á þeim verkefnum sem unnin eru samhliða áfanganum. Kenndar eru samsetningar, lausnir og hugtök sem leggja grunninn að góðum vinnubrögðum við almenna trésmíði. Einnig vinna nemendur verkefni tengd áfanganum með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar og fagmennsku í iðngreininni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umgengni og notkun rafmagnshandverkfæra og öðrum handverkfærum
    • öryggisþáttum og viðhaldi rafmagnshandverkfæra
    • vinnuaðstöðu og vinnuumhverfi
    • algengasta smíðavið og smíðisfestingum
    • helstu eðliseiginleikum viðar og þurrkun timburs
    • flokkun og merkingum timburs eftir styrk og útliti
    • smíðisfestingum sem notaðar eru í trésmíði
    • meðferð, notkunarsviðum og virkni einstakra handverkfæra
    • uppbyggingu og notkun helstu rafmagnshandverkfæra
    • áhöldum til mælinga og uppmerkinga
    • mismunandi gerðum hverfisteina, smergela og brýna
    • öryggisreglum einstakra hand- og rafmagnshandverkfæra
    • einstökum samsetningum og notkunarsviði þeirra
    • þvingum og vinnuaðferðum við samsetningar í trésmíði
    • algengustu gerðum og notkunarsviðum viðarlíms
    • nöglum og skrúfum og notkun þeirra í trésmíði
    • öryggisreglum fyrir meðferð og notkun einstakra límtegunda
    • helstu lofthandverkfærum sem notuð eru í trésmíði
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði við notkun loftverkfæra
    • uppbyggingu og notkunarsviðum helstu lofthandverkfæra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
    • nota mismunandi tegundir verkfæra
    • nota algengustu hand- og rafmagnshandverkfæri
    • leggja á og brýna algengustu handverkfæri
    • nota helstu trésamsetningar við einfalda trésmíði
    • lesa merkingar og flokka efni með tilliti til útlits og styrks
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • aðlaga sig að mismunandi vinnuumhverfi
    • velja smíðavið fyrir einstök verkefni og rökstyðja valið
    • flokka timbur með hliðsjón af leiðbeiningum
    • beita vinnuskipulagi í trésmíði og fylgja aðgerðalista við vinnu
    • ganga úr skugga um gæði smíðishluta fyrir samsetningu
    • nota þvingur markvisst til að fá smíðishlut réttan í límingu
    • mæla og taka úr fyrir smíðisfestingum og setja endanlega upp
    • velja rétt lofthandverkfæri með hliðsjón af verkefni
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá