Í áfanganum fást nemendur við eftirfarandi viðfangsefni: notendaupplifun (e. UX), notendaviðmót (e. UI) og viðmótsforritun fyrir mismunandi aðstæður og umhverfi. Söfn, tæki og tól eru skoðuð og notuð við þróun afurðar. Nemendur vinna að smíði gagnvirkrar afurðar.
FORR3JS05DU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í notendaviðmóti.
grunnatriðum í notendaupplifun.
helstu HTML5 APIs.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
einföldum viðmótsforritunarlausnum.
að meta gæði mismunandi notendaviðmóta á rökstuddan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa til gagnvirka afurð með bestu venjum í notendaviðmóti og notendaupplifun.
greina augljósa galla í notendaviðmótum og forðast þá við hönnun og forritun einfaldra notendaviðmóta.