Áfanginn er hugsaður sem almennur inngangur að leikjagerð. Í honum kynnast nemendur þeim grunnatriðum sem flestir tölvuleikir byggjast á. Kynnt eru hin ýmsu söfn (e. libraries) sem notuð eru við smíði tölvuleikja. Farið er yfir hljóð og mynd og hlutverk þeirra í upplifun notandans. Einnig er skoðað hvernig söguþráður og markmið leiksins stýra því hvernig hann er þróaður. Aðaláherslan er þó á forritun leikja og þau sértæku verkefni sem blasa við forritaranum. Ýmis ólík verkefni eru unnin með það að markmiði að gefa nemendum innsýn í heim tölvuleikjagerðar.
FORR2HF05CU, EÐLI2GR05BT og STÆR3RV05CT
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
leikjagerð almennt.
notkun auðlinda.
árekstraskynjun.
hreyfingu í tvívíðu plani (2D).
útfærslu uppbyggingar leiks í forriti.
game loop.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hanna lítinn 2D tölvuleik.
nýta auðlindir, hljóð og mynd.
skrifa skipulegan kóða sem styður hnökralausa framvindu leikjaspilunar.
forrita hreyfanlegar persónur í 2D.
nota árekstra sem hluta af leikjaframvindu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: