Í áfangnum er farið dýpra í grafík og hljóð í tölvuleikjum og sérstök áhersla er sett á rúllandi bakgrunn (e. scrolling background) og þýðingu hans fyrir tölvuleiki almennt. Kynnt verður hvernig hagnýta má ýmis eðlisfræðilögmál í leikjagerð. Byrjunaratriði í gerfigreind verða líka til umfjöllunar. Einnig er skoðuð sú grein leikja sem kallast platformers. Í lokin er farið yfir sértæk verkefni í fjölspilunarleikjum. Öll umgjörð leiks færist nú frá stigi frumgerða yfir í fullvaxta tölvuleik.
FORR3GL05DU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rúllandi bakgrunni.
grunn hljóðvinnslu fyrir tölvuleik.
sprite sheet.
umbreytingu eðlisfræðijafna í forritskóða.
grunnhugtökum gerfigreindar.
helstu atriðum fjölspilunarleikja.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrifa leik sem byggir á bakgrunnshreyfingu.
nota mismunandi hljóð fyrir mismunandi atburði í leik.
útfæra þyngdarkraft jarðar í leikjum.
hanna einfalda vitvél í tölvuleik.
hanna og smíða lítinn platformer leik.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna tölvuleik með bakgrunnshreyfingu.
hanna og smíða fjölskipaðan leik (t.d. með mörgum persónum).