Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1494848202.95

    Reiknirit
    FORR3RR05(DU)
    11
    forritun
    Reiknirit
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    DU
    Í áfanganum er farið í tvö mikilvæg atriði tölvunarfræðinnar, gagnaskipan og reiknirit. Farið er yfir þekkt reiknirit (e. algorithms) í tölvunarfræði sem og almenna gagnaskipan. Nemendur kynnast ýmsum gerðum reiknirita, uppbyggingu þeirra og smíði. Nemendur fá einnig innsýn í hlutverk gagnaskipunar í hugbúnaði og hvernig mismunandi skipan er leidd af mismunandi hugmyndum. Nemendur fá einnig tækifæri til að hanna og smíða fjölda forrita sem styrkja þekkingu þeirra á námsefninu.
    FORR2HF05CU og STÆR3FM05DT
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi og hagnýtingu gagnaskipunar.
    • helstu tegundum gagnaskipunar.
    • hlutverki og uppbyggingu reiknirita.
    • helstu tegundum reiknirita.
    • hagnýtingu reiknirita.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hagnýta gagnaskipan í forritum.
    • útfæra mismunandi lausnir á gagnaskipan forrita.
    • hanna eigin gagnaskipan.
    • hagnýta reiknirit í forritum.
    • greina flækjustig reiknirita.
    • skrifa eigin reiknirit.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina þörf fyrir gagnaskipan.
    • velja úr mismunandi gagnaskipan.
    • hanna sérlausnir í gagnaskipan.
    • velja viðeigandi reiknirit í forriti.
    • forrita eigin reiknirit.
    • leggja mat á reiknirit.
    Símat.