Í áfanganum er farið í tvö mikilvæg atriði tölvunarfræðinnar, gagnaskipan og reiknirit. Farið er yfir þekkt reiknirit (e. algorithms) í tölvunarfræði sem og almenna gagnaskipan. Nemendur kynnast ýmsum gerðum reiknirita, uppbyggingu þeirra og smíði. Nemendur fá einnig innsýn í hlutverk gagnaskipunar í hugbúnaði og hvernig mismunandi skipan er leidd af mismunandi hugmyndum. Nemendur fá einnig tækifæri til að hanna og smíða fjölda forrita sem styrkja þekkingu þeirra á námsefninu.
FORR2HF05CU og STÆR3FM05DT
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi og hagnýtingu gagnaskipunar.
helstu tegundum gagnaskipunar.
hlutverki og uppbyggingu reiknirita.
helstu tegundum reiknirita.
hagnýtingu reiknirita.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hagnýta gagnaskipan í forritum.
útfæra mismunandi lausnir á gagnaskipan forrita.
hanna eigin gagnaskipan.
hagnýta reiknirit í forritum.
greina flækjustig reiknirita.
skrifa eigin reiknirit.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: