Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1495013890.7

  Venslaðir gagnagrunnar
  GAGN2VG05(CU)
  3
  Gagnasafnsfræði
  Venslaðir gagnagrunnar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  CU
  Í áfanganum er áfram unnið að aukinni þekkingu á grunnatriðum gagnagrunnshönnunar. Farið er sérstaklega í normalform og forsendur fyrir mikilvægi þeirra. Skilningur nemenda er dýpkaður á JOIN og SUBQUERY fyrirspurnum og mikilvægi þeirra tíundað í því ferli að breyta gögnum í upplýsingar. Höfuðáhersla er á notkun viðauka við SQL staðalinn, svokallaða stefjuforritun. Farið er vel í vistaðar stefjur og föll og hagnýting þeirra í gagnagrunnsvinnslu tíundaðar. Kynntar eru ýmsar leiðir til gagnavinnslu með slíkum stefjum en einnig með svonefndum sýnum (e. view). Nemendur fá innsýn í útfærslu flóknari reglna í gagnasöfnum með rofum (e. trigger). Tenging gagnagrunna við forrit og/eða vef er kynnt og skoðaðar hefðbundnar leiðir í gagnagrunnsháðum hugbúnaði.
  GAGN2HS05BU
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gagnagrunni á 3NF.
  • JOIN og SUBQUERY fyrirspurnum, möguleikum og takmörkunum.
  • sýnum og rofum í gagnavinnslu.
  • gæðum og heilindum gagnasafna.
  • vistuðum stefjum.
  • tengingu gagnagrunna við forrit og vefi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hanna og nota gagnagrunn á 3NF.
  • gera JOIN og SUBQUERY fyrirspurnir.
  • leggja mat á gæði gagnasafna og heilindi þeirra.
  • nota vistaðar stefjur, föll og sýni við gagnavinnslu.
  • nota gagnaskýringar og skynsamlega framsögn þeirra.
  • tengja almennan notendahugbúnað og gagnagrunna.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja gagnagrunn á 3NF.
  • skrifa JOIN og SUBQUERY fyrirspurnir.
  • hanna og smíða sýni.
  • hanna og smíða vistaðar stefjur.
  • hanna og smíða heildstæða lausn á viðeigandi gagnagrunnskerfi.
  • hanna skil milli gagnagrunna og hugbúnaðar.
  Símat.