Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1495017200.5

    Linux – kerfisstjórnun
    KEST2LG05(DU)
    2
    Kerfisstjórnun
    Linux – kerfisstjórnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    DU
    Í áfanganum er farið í helstu skipanir í Linux umhverfinu og nemendur kynnast muninum á því að vera notandi og stjórnandi í Linux umhverfi í gegnum terminal vinnu. Farið er í þætti eins og skeljar, skráarvinnslu, skráarvernd, afritun, pípur, síur, ræsingu, lokun, diskastýringar og pakkakerfi. Stuðst er við kennsluefni frá NDG sem undirbýr nemendur undir alþjóðlegt próf LPIC-1.
    KEST2UN05CU en má vera á sömu önn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi skeljum.
    • skráarumhverfinu.
    • aðgangsstýringum.
    • mismunandi afritunaraðferðum.
    • pökkun.
    • diskastjórnun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skeljavinnslu.
    • aðgangsstýringum notenda.
    • textaritun.
    • meðhöndlun skipana á skipanalínu.
    • afritun skráa.
    • uppfærslum með pakkakerfi.
    • uppskiptingu diska.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í mismunandi skeljum.
    • setja upp og stýra aðgengi notenda.
    • nota mismunandi textaritla.
    • skrifa skipanir á skipanalínu.
    • taka afrit af skrám með mismunandi aðferðum.
    • stjórna Linux netstýrikerfinu á einmenningsvél.
    Símat.