Tölvutækni – vélbúnaður og jaðartæki (Internet of Things)
KEST2VJ05(BU)
4
Kerfisstjórnun
Tölvutækni – vélbúnaður og jaðartæki
Samþykkt af skóla
2
5
BU
Í áfanganum er megináhersla á vélbúnað og stýrikerfi. Nemendur setja saman tölvu, setja upp stýrikerfi, uppfæra BIOS, rekla og stýrikerfi. Farið er í hlutverk og samskipti mismunandi íhluta tölvunnar, s.s. örgjörva og minni, samskipti við viðskiptavini og þjónustuborð og förgun á tölvubúnaði. Fjallað er um tengingu og uppsetningu á jaðartækjum. Tengdar eru saman tvær eða fleiri tölvur þannig að þær geti haft samskipti sín á milli. Farið er í grunnatriði í rafmagnsfræði og hönnun á stýrirás. Nemendur hanna prótótýpu á brauðbretti og lóða rás á veroborð.
KEST1TR05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stillingum í BIOS.
samsetningu tölva, uppfærslum og tengingu jaðartækja.
samskiptareglum milli þjónustuborðs og viðskiptavina.
flokkun og förgun íhluta.
„cross over“ og „straigt through“ netsnúrum.
mismunandi útfærslum á nettengingum.
OHMs lögmálinu.
mismunandi íhlutum, s.s. viðnámi, rofum, smárum og díóðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja íhluti sem hæfa kröfum viðskiptavina og verkefna.
tengja jaðartæki og uppfæra búnað.
stilla BIOS.
tengja saman tölvur.
nota fjölmæli.
velja rétta íhluti.
nota brauðbretti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
framkvæma einfalda bilanaleit.
setja saman tölvu frá grunni.
uppfæra vél- og hugbúnað.
setja upp og uppfæra stýrikerfi.
fínstilla samhæfni vélbúnaðar og stýrikerfis.
setja upp einfalt staðarnet.
nota OHMs lögmálið til að reikna spennu, straum og viðnám.
reikna aflþörf tækja og mæla straum, viðnám og spennu.