Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1495026411.22

  Vefhönnun I
  VEFÞ1VG05(AU)
  1
  Vefþróun
  Vefhönnun I
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  AU
  Í áfanganum er farið í grunnatriði vefsíðuhönnunar og megináhersla lögð á ívafsmál (e. HTML) og stílsíður (e. CSS). Hver þessara þátta er tekinn sérstaklega fyrir og sýnt hvernig samspil þeirra stuðlar að vandaðri uppsetningu og framsetningu vefsíðna. Skoðuð er þróunarsaga vefsins, hlutverk vafrans (e. Internet browser) og virkni hans.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ívafsmáli.
  • stílsíðu.
  • vandaðri uppsetningu (e. layout) vefsíðu.
  • hlutverki og virkni vafra.
  • myndvinnslu.
  • innsetningu mynda og hljóðskráa.
  • sögu vefsins.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna rétt með ívafsmál.
  • vinna með stílsíður.
  • vinna með kóðaritil.
  • vinna með vafra.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna eftir bestu aðferðum í ívafsmáli og stílsíðum.
  • nota stílsíðu til umbrots á vefsíðu.
  • forvinna og þjappa myndir.
  • setja myndir, kvikmyndir og hljóðskrár á vefsíðu.
  Símat.