Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1495415491.59

  Fatasaumur I
  FATA2FS05
  6
  fatahönnun
  fatasaumur, grunnsnið, mál, saumtækni, tæki, áhöld
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í fatasaum, vinna á saumavél og kynnast áhöldum og tækjum við saumtækni. Nemendur vinna með stærðartöflur, grunnsnið og sniðútfærslur. Lögð er áhersla á saumtækni með ýmsum verkefnum og læsi á vinnulýsingar í texta og myndum. Farið er sérstaklega í notkun á tækjum og áhöldum í fatagerð. Nemendur læra að mæla efnismagn fyrir flíkur út frá sniðum og öðru tilleggi varðandi saumaskap og frágang. Saumaðar eru flíkur og lögð áhersla á mátun og leiðréttingu sniða. Nemendur tileinka sér skipulagt vinnuferli og vandaðan frágang og læra uppsetningu vinnulýsinga.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • virkni saumavéla, tækja og áhalda í fatasaum
  • mismunandi aðferðum tengdum saum
  • uppbyggingu grunnsniða, heiti sniðhluta, þráðrétta og mikilvægi merkinga
  • saumur á einföldum flíkum
  • notkun grunnsniða til að útfæra einfaldar flíkur
  • aðferðum til að ákvarða efnismagn í flíkur út frá sniðum og samspili efna
  • vönduðum vinnubrögðum og verklýsingum við alla þætti ferilsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með saumavélar, tæki og áhöld
  • nota mismunandi aðferðir við útfærslu á saum
  • nota heiti sniðhluta markvisst og nota saumamerkingar á sniðum
  • útfæra og sauma flíkur eftir málum
  • vinna ýmsar sniðútfærslur út frá grunnsniðum
  • leggja snið á efni þannig að þráðlína sé rétt og efnið vel nýtt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt við saumavél og nýta önnur tæki og áhöld
  • sauma með ýmsum saumtækni aðferðum
  • vinna sjálfstætt einfaldar sniðútfærslur út frá grunnsniðum
  • sauma einfaldar flíkur eftir grunnsniðum og eigin útfærslum
  • sjálfstætt ákvarða efnismagn og tillegg sem þarf í flík samkvæmt sniðum og vinnulýsingum
  • vinna eftir verkýsingum í máli og í myndum
  • vanda vinnubrögð við alla þætti verkferilsins frá hugmynd að tilbúinni flík
  Námsmat er í höndum kennara viðkomandi áfanga, sundurliðað í kennsluáætlun og framfylgir reglum um námsmat samkvæmt skólanámskrá skólans.