Efni áfangans er margþætt. Breiðbogaföll, þrepasannanir, tvinntölureikninga, lausnir annars stigs línulegra diffurjafna með rauntölustuðlum, fylkjareikning og Taylor margliður. Hvern þátt má túlka sem kynningu þannig að nemendur „hafi séð“ efnið þegar á næsta þrep kemur.
Kennslan fer jöfnum höndum fram með fyrirlestrum kennara þar sem nýtt efni er kynnt og útskýrt og með vinnu nemenda. Gerðar eru kröfur um að nemendur vinni verkefni og standi skil á þeim annað hvort í kennslustund eða með því að skila verkefnum skriflega.
STÆR3HR05 (STÆ503)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
breiðbogaföllunum og ýmsum reglum þeim tengdum
þrepasönnunum
tvinntölum og reikniaðgerðum á þeim
fylkjareikningi
Taylor margliðum
annars stigs línulegum diffurjöfnum
lausnum á fyrsta stigs diffurjöfnum með aðferð Eulers
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tvinntölureikningi
leysa annars stigs línulegar diffurjöfnur, með rauntölustuðlum, bæði hliðraðar og óhliðraðar
nota þrepun t.a. sanna fullyrðingar um ekki neikvæðar heilar tölur
beita fylkjareikningi þar sem við á t.d. við lausn jöfnuhneppa og hvernig hægt er að nota Excel
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna skilning á tvinntölum og geta samsvarað þær vigurreikningi í tvívíðu rúmi
meðhöndla tvinntölur og geta sýnt öðrum hvernig þær eru uppbyggðar
gera sér grein fyrir hvað felst í jöfnu bestu línu
gera sér grein fyrir notagildi diffurjafna og í hverju lausn þeirra er fólgin
sanna einfaldar reglur með beinni sönnun eða þrepun
Byggir á lokaprófi, vinnusemi í kennslustundum, heimanámi, verkefnum og skyndiprófum.