Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1496311005.29

  Enska kvikmyndir sérnám
  ENSK1KV04
  43
  enska
  kvikmyndaáfangi
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  SN
  Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í heim kvikmyndanna og læri ensku í gegnum þær. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að fylgja þræði í kvikmyndinni þannig að þeir geti sagt frá eða unnið úr honum á annan hátt. Lagt er upp með að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun og færni í tjáskiptum og rökræðum á ensku eins og kostur er.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ólíkum viðhorfum og gildum í enskumælandi löndum og hvernig þau móta menninguna
  • heimi kvikmyndanna eins og kostur er
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja mál sem er talað með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður
  • skilja texta kvikmynda og myndmál eins og kostur er
  • rökræða, skiptast á skoðunum um kvikmyndir
  • skrifa kvikmyndarýni á ensku
  • meti upplýsingar á gagnrýninn hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • njóta kvikmynda
  • öðlast færni í tjáskiptum og rökræðu
  • bera ólík gildi og viðhorf saman við eigin menningu
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.