Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1496311921.77

  Enska grunnorðaforði sérnám
  ENSK1GO04
  41
  enska
  Grunnorðaforði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  SN
  Nemendur læri enskan orðaforða og byggi ofan á þann sem fyrir er. Áhersla er lögð á hagnýtan orðaforða sem nýtist í daglegu lífi s.s. við að lesa á umbúðir, horfa á sjónvarp, skilja leiðbein¬ing¬ar o.fl.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hagnýtum orðaforða sem nýtist í daglegu lífi
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa einfaldar upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar í daglegu lífi
  • nýta sér uppflettirit, s.s. orðabækur, t.d. á netinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja einfalda texta
  • skilja sér til gagns einfalt daglegt mál
  • afla sér upplýsinga og hagnýta sér þær í námi
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.