Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1496313836.9

  Enska menning enskumælandi landa sérnám
  ENSK1ME04
  45
  enska
  Menning enskumælandi landa
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  SN
  Nemendur öðlist skilning á samfélagi, menningu og landafræði nokkurra enskumælandi landa (Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bretlandi, Írlandi, Kanada og Bandaríkjunum) gegnum ólíka miðla. Þeir lesa bókmenntatexta og ljóð, hlusta á dægur¬lög og horfa á kvikmyndir, sígildar og nýjar frá þessum löndum til að fá innsýn í menningu. Þeir kynnast ólíkri náttúru og dýaralífi hvers lands og fái einnig innsýn inn í stjórnkerfi, sögu og samfélagsþróun. Nemendur þjálfast í lestri, lesskilningi og ritun af ýmsu tagi. Áhersla er lögð á að auka orðaforða. Nemendur þjálfast í að skilja ensku frá ólíkum málsvæðum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • samfélagi og menningu í nokkrum enskumælandi löndum
  • landafræði og náttúrufræði í þessum sömu löndum
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig á ensku af nokkru öryggi um bókmenntir, ljóð og kvikmyndir eins og kostur er
  • skilja mál sem er talað með mismunandi hreim
  • leita að upplýsingum í ólíkum miðlum um fyrirframgefið efni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig eins skýrt og mögulegt er
  • geta skrifað læsilegan einfaldan texta frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug fær að njóta sín
  • beita málinu til að geta tekið þátt í umræðum um bókmenntir, ljóð og kvikmyndir eins og kostur er
  • lesa sér til ánægju
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.