Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496411180.07

    Lífeðlisleg sálfræði
    SÁLF2LÍ05
    23
    sálfræði
    lífeðlisleg sálfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er hugsaður fyrir nemendur sem hafa áhuga á líffræðilegri nálgun á sálfræði. Farið er í gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og taugafrumna. Hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir. Skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar og hugræn úrvinnsla er til umfjöllunar, sem og skynvillur. Fjallað er um vitund og breytt vitundarstig svo sem: svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja.
    SÁLF2IS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • taugakerfi mannsins og tengslum við hegðun, hugsun og tilfinningar
    • áhrifum umhverfis á heila og taugakerfi
    • hagnýtu gildi lífeðlislegrar sálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða hegðun, hugsun og tilfinningar út frá starfsemi heila- og taugakerfis
    • átta sig á áhrifum umhverfis á heila og taugakerfi
    • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir samspili taugakerfis og hegðunar, hugsunar og tilfinninga
    • geta yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
    • geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá