Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496841043.58

    Iðnteikning - tölvuteikning grunnur
    IÐTE2VB04(BV)
    1
    Iðnteikning
    Iðnteikning
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    BV
    Í áfanganum fer fram kynning á notkun helstu teikniforrita sem notuð eru í tölvum. Lögð er áhersla á að efla skilning nemenda á rýmum út frá tvívíðum og þrívíðum teikningum. Nemendur læra grunnskipanir teiknikerfa með æfingum á tölvu og kynnast undirstöðu tölvuteikninga í teiknikerfum. Þeir þjálfast í að teikna vinnuteikningar í teikniforriti. Auk þess læra þeir að mæla upp hluti og teikna síðan á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna. Lögð er áhersla á þjálfun í lestri teikninga og mælikvarða, vinnu eftir málum og teiknireglum, notkun lagskiptinga, línugerða og merkinga sem og skölun teikninga og uppsetningu teikninga. Þá læra nemendur að setja saman og ganga frá vönduðum teikningum málsettum til útprentunar og vistunar.
    IÐNT1VB04AV
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frágangi einfaldra teikninga með tilliti til staðla og teiknireglna.
    • flóknari aðgerðum og leiðum til að auka afköst.
    • mismunandi mælikvörðum, mátkerfi, hugtakanotkun og notkun helstu mælitækja.
    • grafískri framsetningu teikninga og verkefna.
    • prentmöguleikum samkvæmt gildandi stöðlum og reglum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita teikniforritum við teikningu á smíðahlutum.
    • vinna og skila frágengnum teikningum í tví- og þrívídd á grundvelli textalýsinga, skoðunar og uppmælinga á rýmum og hlutum.
    • skala teikningar.
    • beita þeim skipunum sem hann hefur lært til að teikna einfaldar vinnuteikningar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • færa teikningar eða myndir milli forrita og vinna með þær í samræmi við teiknireglur.
    • vinna teikningar tilbúnar til útprentunar.
    • vinna sjálfstætt að útfærslu teikninga.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.