Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496843548.53

    Málmsuða 1 - pinnasuða, logsuða/-skurður, grunnáfangi
    MLSU1VA03(AV)
    5
    Málmsuða
    Málmsuða-VA
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Nemendur skulu í þessum áfanga öðlast nægilega þjálfun og færni í notkun og meðferð logsuðu-, logskurðar- og rafsuðutækja svo þeir geti með fullnægjandi hætti beitt þessum tækjum á faglegan hátt. Í áfanganum skulu gerðar verklegar æfingar í lóðrétt-stígandi og lóðrétt-fallandi hliðarsuðu og uppundirsuðu með rafsuðu. Einnig þjálfast nemendur í logsuðu, logskurði og lóðningum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun acetylen-gass og súrefnis til málmsuðu og logskurðar.
    • meðferð gashylkja, lit þeirra og mælibúnaði.
    • nauðsyn góðrar loftræstingar og þrifnaðar við málmsuðu.
    • eðlisfræðilegum þáttum við logsuðu svo sem hitastigi í loga og áhrifum loga á suðupoll.
    • stöðlum um hæfismat og um mat á suðum og suðugöllum.
    • suðuferilslýsingum vegna rafsuðu og gildi þeirra.
    • flokkun og stöðlun á húðun rafsuðuvíra og eiginleikum, notkun og meðferð basískra rafsuðuvíra.
    • helstu gerðum rafsuðuvéla, afköstum þeirra, notkunarsviði og stillingum.
    • helstu gerðum suðuraufa.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rafsjóða eftir suðuferilslýsingum.
    • rafsjóða lóðrétt-stígandi og lóðréttfallandi hliðarsuðu og uppundirsuðu með rafsuðutækjum.
    • setja upp mæla, hylki og slöngur fyrir logsuðu.
    • stilla réttan vinnuþrýsting og velja réttan suðuspíss samkvæmt efnisþykkt.
    • beita logsuðutækjum við logsuðu á þunnplötum og rörum.
    • beita logskurðartækjum.
    • beita logsuðutækjum við koparsuðu og silfurkveikingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta spennur sem myndast við rafsuðu og hvernig skuli bregðast við þeim.
    • tryggja að kröfum um A-mál rafsuðu sé fullnægt.
    • logskera stál og framkvæma sjónmat samkvæmt staðli (IST EN 25 817).
    • nota acetylen-gass og súrefni til málmsuðu og logskurðar.
    • rafsjóða eftir suðuferilslýsingum.
    • vinna með suðustaðla.
    • velja rafsuðuvír með tilliti til efnis, suðuraufar og aðstæðna.
    • sjóða með fullnægjandi hætti samkvæmt stöðlum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.