Nemendur læra að finna réttar deilingar í deildir, reikna strýtur og einfaldan vinnslutíma og finna færslur samkvæmt töflum. Nemendur læra að gera verkáætlanir og vinna eftir eigin verkáætlun að lausn verka innan 0,05 mm málvika.
RENN2VB03AV
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
velja réttan hjálpar- og uppspennibúnað.
áhrifum skurðverkfæra á yfirborðsáferð og afköst.
muni á fín– og grófrennsli.
mismunandi gerðum fræsa og festinga, t d. plan- og hjólfræsa.
skurðarraufum og sniðum vegna samsetningar á renndum hlutum.
notkunarsviðum mismunandi skurðarverkfæra.
notkunarmöguleikum og breytingum kastmælis.
nákvæmni rennibekkja.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera eigin verkáætlanir.
reikna út deilingar og strýtur.
renna á milli odda kastlaus vinnustykki.
renna sæti utan og innan með 0,05 mm málvikum.
nota deili við kantfræsingu.
fella saman stykki t d. strýtu eða kíl.
skrúfuskera rær.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leysa verkefni í rennibekk innan 0,05 mm málvika.
hafa fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla.
gera eigin verkáætlanir.
geta skrúfuskorið innan- og utanágengjur.
nota deili við kantfræsingu.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.