Nemendur eiga að geta unnið sjálfstætt á vélum eftir teikningum. Í áfanganum öðlast nemendur jafnframt færni í tæknilegum útreikningum sem notaðir eru við smíði á flóknum hlutum, s.s. rennsli strýta, laggaskrúfa, trapisuskrúfa með einum inngangi og fjölskrúfa. Einnig kynnast þeir áhrifum hita við spóntöku á vinnslustykki og skurðarverkfæri.
RENS2MS03BV
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áhrifum kælingar á spóntöku (loft, vökvi).
hitaþenslu við spóntöku með og án kælivökva.
stálakerfi: vali harðmálmsverkfæra ásamt radía, færslu, spóndýpt og skurðarhraða.
skrúfustöðlum fyrir lagga- og trapisuskrúfur.
hitaþenslum og áhrifum hita á ýmiss konar málma, m.t.t. mælinga, samsetningar og smíði.
yfirborðsáferð og áhrifum hennar á vinnslutíma og samsetningu.
mátkerfinu: áhrifum þess á samsetningar og kröfur um yfirborðsáferð.
mismunandi uppstillingar í rennibekk og fræsivél.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
slípa stál fyrir rennsli á laggar- og trapisuskrúfum.
renna laggarskrúfur og trapisuskrúfur.
renna / fræsa mismunandi yfirborð m.t.t. áferðarmerkinga.
fræsa í skrúfstykki og með notkun deilivélar.
renna suðurauf vegna samsetningar hluta.
renna samansoðin vinnustykki.
notfæra sér kunnáttu um stálakerfi við rennsli og fræsingu.
reikna út fríhorn stála fyrir skrúfuskurð lagga- og trapisuskrúfa.
velja plattastál með tilliti til vinnsluaðferðar og efnis.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstætt á fræsivélum og rennibekkjum.
velja hentug uppstillinga- og skerverkfæri.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.