Í áfanganum skulu nemendur læra að umgangast tölvustýrðar iðnaðarvélar. Þeir skulu kunna að nota a.m.k. eitt algengt viðmót fyrir rennibekki og fræsivélar og hafa öðlast keyrslu- og smíðareynslu á tölvustýrðar vélar. Nemendur eiga að vera færir um að tileinka sér mismunandi viðmót tölvustýrðra iðnaðarvéla.
IÐTE3VB04DV
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkunarmöguleikum CAD-CAM tækni.
mismunandi uppsetningu verkfæra við mismunandi CNC-stýringar.
hvað x, y og z ásar geta gert.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
smíða sama hlutinn með þremur mismunandi CNC-stýringum.
lesa og leitað í handbókum fyrir CNC-stýrðar vélar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leysa verkefni fyrir CNC-stýrðan rennibekk og fræsivél.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.