Í áfanganum læra nemendur að umgangast gashylki, logsuðu- og logskurðartæki. Þeir læra að fylgja suðulýsingu, logsjóða plötujárn í suðustöðum PA, PC og PF með I-rauf. Nemendur fá þjálfun í að lóða og logskera fríhendis og bregðast rétt við ef hættu ber að höndum. Farið er yfir brunahættu vegna loga og neistaflugs, sprengihættu vegna áhrifa acetylens á eir og áhrifa súrefnis á olíu og feiti og vegna íláta sem innihalda eða hafa innihaldið eldfim efni. Farið er í undirstöðuatriði heilsuverndar, hlífðarfatnað og hlífar. Í áfanganum læra nemendur um helstu suðuaðferðir, efni og suðuvíra. Þeir öðlast færni til að meta aðstæður til rafsuðu og lærir hvernig gæta ber fyllsta öryggis við rafsuðu. Nemendur fá þjálfun í að sjóða plötur í öllum suðustöðum með pinnasuðu, samkvæmt staðlinum ÍST EN 287-1 og læra að skrá grunnatriði suðuferlislýsingar. Færni nemenda miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis og skulu þeir ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25 817.
MLSU1VA03AV
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi hlífðarfatnaðar og hlífa ásamt heilsuvernd á vinnusvæði.
gashylkjum, meðferð þeirra við geymslu og flutning, litamerkingum og frágangi topploka.
notkunarsviði acetylens og súrefnis.
suðuloga, blöndu hans og hitastigi og áhrifum kolandi loga, súrefnisríks og hlutlauss loga á suðupollinn.
gerðum og samsetningu raufa og áhrifum þeirra á spennu og gildi ljósbogaspennu og tómgangsspennu.
ástæðum þess að ekki er hægt að logskera alla málma.
virkni lóða og lóðdufts.
stöðlum; ÍST EN 287-1 um hæfnispróf, ÍST EN 5 817 um mat á suðum og suðugalla, staðli um merkingu stáls, t.d. ÍST EN 22 553 og staðli um merkingu rafsuðuvíra.
helstu suðuaðferðum, afköstum þeirra, eiginleikum, hagkvæmni og takmörkunum við mismunandi efnisþykkt.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota suðulóð og lóðduft.
setja upp mæla á hylki, slöngur og sköft.
sjóða 1 – 3 mm plötustál með I-rauf í PA, PF og PC.
stilla réttan vinnuþrýsting.
logskera stál fríhendis.
sjóða stúfsuðu í plötu í stöðum PA, PC, og PF.
meðhöndla búnað til suðu og nota hlífðarfatnað og öryggisbúnað.
sjóða saman hluti í ýmsum suðustöðum.
stilla suðutæki , þ.e. straum, spennu og viðnám og velja réttan suðuvír eftir verkefnum.
sjóða mismunandi legglengd og a-mál með einum eða fleiri strengjum.
rafsjóða lárétt á plötu beina strengi og með hliðarhreyfingum og rafsjóða kverksuður í PB- og PF- suðustöðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja hlífðarbúnað og hlífar í samræmi við aðstæður.
stilla suðutæki í samræmi við notkun.
velja réttan vinnuþrýsting.
velja suðuspíssa samkvæmt efnisþykkt.
velja hagkvæmar og öruggar suðuaðferðir við mismunandi verk.
meta algengustu suðugalla og ástæður þess að þeir myndast.
meta suðugæði samkvæmt stöðluðum kröfum um útlit.
flokka suðu í gæðaflokka.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.