Nemendur skulu öðlast þjálfun í notkun og meðferð verkfæra, mælitækja og verkstæðisbúnaðar, fá tilfinningu fyrir nákvæmni mælitækja, notkunarsviði þeirra og takmörkunum. Nemendur fá þjálfun í smíði eftir teikningum og þekkingu til að velja smíðamálma og meðhöndla þá á réttan hátt við vinnu sína. Einnig þjálfast þeir í að beita helstu verkfærum við málmsmíðar og vinnuaðferðum, s.s. að saga, sverfa, bora, snitta, nota snitttöflur, slípa, o.s.frv. Kennslan skiptist í bóklegt og verklegt nám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum skilgreiningum á járni, stáli, járnsteypu, ryðfríu stáli, áli og öðrum málmum.
notkunarsviði, umhirðu og viðhaldi handverkfæra og tækja sem notuð eru til viðhalds og viðgerða á vélbúnaði.
helstu mælitækjum sem notuð er í málmiðnaði til beinna og óbeinna mælinga.
uppbyggingu og notkun spóntökuvéla.
helstu aðferðum og verkfærum við málsmíðar.
vinnsluhæfni smíðastáls, áls og ryðfrís stáls.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með handverkfærum og vélum.
vinna eftir einföldum teikningum, smíði sem stenst öll mál.
velja efni sem hentar smíði hverju sinni.
beita mælitækjum, svo sem rennimáli, kastmæli og míkrómetra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja öryggisbúnað sem hentar verkefnum og aðstæðum.
lesa eiginleika málmtegunda úr efnisstöðlum.
velja málmtegundir eftir stöðlum og ákveðið hvaða efni hentar best fyrir mismunandi aðstæður og notkun.
segja til um herslumöguleika og herslueiginleika málma.
velja samsetningaraðferðir (lóðun/suða, boltun, líming).
velja tæki og búnað sem hentar mismunandi smíðaefnum.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.