Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1496933408.6

    Málmsmíðar 4 - plötuvinna, grunnur
    SMÍÐ2MS05(DV)
    1
    Smíðar
    Málmsmíðar - MS
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    DV
    Nemendur eiga óstuddir og hjálparlaust að geta meðhöndlað og beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við plötuvinnu. Þeim er gerð ljós sú hætta sem af vélunum getur stafað og sérstaka áherslu skal leggja á að þeir skaðist ekki við vinnu sína. Þeir eiga geta smíðað einfalda gripi eftir nákvæmum teikningum, bæði í vélum og með handverkfærum. Geta óstuddir og hjálparlaust merkt upp einfalda útflatninga eftir nákvæmum vinnuteikningum, formað með beygingu og völsun og sett saman með lóðun, suðu, lásun og fölsun.
    SMÍÐ1VB04BV
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu verkfærum, tækjum og vélum sem notuð eru við plötuvinnu og notkunarsvið þeirra.
    • mismunandi gerðum þunnplatna eftir yfirborðshúð og áferð.
    • tæringörnum, húðun og vinnsluaðferðum.
    • áhrif beyginga á stærð smíðisgripa úr málmplötum.
    • gildandi vinnuverndarákvæðum og þeim hlífðar- og lofthreinsibúnaði sem við á þegar unnið er með húðuð plötuefni.
    • mismunandi gerðum hjálparefna við lóðun, tinblöndum, saltsýru og lóðvatn, ásamt öryggisatriðum við meðferð þeirra.
    • áhöldum til uppmerkingar á málmplötum sem nota skal með tilliti til áhrifa á efni og yfirborðshúð.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja handverkfæri til vinnu einfaldra verka.
    • velja efni úr efnisrekka eftir gefnum forsendum um gerð og þykkt.
    • ákvarða efnisstærðir og þykktir með 0,1 mm nákvæmni.
    • merkja upp einföld verkefni úr 0,5-1,25 mm þunnplötum eftir nákvæmum vinnuteikningum og sniðum, merkja upp útflatningsverkefni eftir sniðum eða nákvæmum forsendum, reiknað ummál og deilt niður á framleiðara, merkja upp fyrir lásum og samsetningarviðaukum.
    • klippa með hand- og vélklippum 0,5-1,25 mm þykkar málmplötur með 0,2 mm nákvæmni.
    • velja beygjuklossa og stillt beygjuvélar m.t.t. efnisþykktar, stilla keflisvalsa með hliðsjón af þykkt efnis
    • forma smíðishluti með beygingu og völsun úr 0,5-1,25 mm málmplötum með 1 mm málviki í beygingu og 2% af þvermáli í völsun.
    • ákvarða borstærðir fyrir hnoðun og útsnörun, snara úr fyrir hnoðum og hnoðað með gegnheilum hnoðum, með undirsínkuðum og kúptum haus og draghnoðum.
    • setja mismunandi smíðishluta saman með lóðun, lásun, fölsun, hnoðun, skrúfum og mótstöðusuðu (punktsuðu).
    • stilla punktsuðuvél fyrir suðu mismunandi efnisþykkta.
    • meðhöndla lóðbolta, lagfært, snyrt og fortinað lóðhausinn, meta réttan lóðunarhita.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja og nota helstu handverkfæri og vélar til nota við plötuvinnu.
    • velja efni úr efnisrekka eftir gefnum forsendum um gerð og þykkt.
    • velja beygjuklossa og stilla beygjuvélar m.t.t. efnisþykktar.
    • stilla keflisvalsa með hliðsjón af efnisþykkt og útfært völsunarvinnu á plötum og prófílum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.