Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497007621.1

    Vélstjórn 3
    VÉLS2VB04(CV)
    3
    Vélstjórn
    Vélstjórn - VB
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    CV
    Nemendur læra hvernig nota má teikningar, tæknilegar upplýsingar og vélherma til að öðlast víðtæka þekkingu á uppbyggingu einstakra vélarhluta og kerfa. Þeir kynnast eldsneytisolíum og kerfum, smurolíum og smurolíukerfum, krosshausvélum og langbulluvélum með tilliti til brennslu svartolíu og einnig notkun á mismunandi smurolíum. Nýting glatvarma frá vélum með varmaskiptum og afgaskötlum er kynnt. Nemendur öðlast þekkingu á tæringarvörnum ferskvatns- og sjókerfa um borð í skipum ásamt því að kynnast helstu gerðum skilvinda og læra um skilvindukerfi. Fjallað er um austurs- og kjölfestukerfi og þær reglur sem um þau gilda (MARPOL).
    VÉLF1VA04AV VÉLS2VA04BV
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nútímaeldsneytiskerfum sem hönnuð eru fyrir gasolíu- og svartolíu-meðhöndlun tilgangi hvers einstaks þáttar í kerfunum.
    • helstu eiginleikum eldsneytisolíu af mismunandi flokkum og grundvallaratriðum um skiljun.
    • smurolíukerfi og tilgangi hvers einstaks þáttar í kerfinu.
    • eiginleikum smurolíu af mismunandi flokkum og meðferð hennar við daglegan rekstur véla.
    • kælivatns- og sjókælikerfum og tilgangi hvers einstaks þáttar í kerfunum.
    • helstu eiginleikum fersk- og saltvatns til kælingar og meðhöndlun þess við daglegan rekstur véla.
    • helstu orsökum og skilyrðum tæringar í skipum og vélakerfum ásamt þeim aðgerðum sem beitt er til varnar tæringu.
    • gerð og uppbyggingu krosshausvéla.
    • ritmyndum og notkun þeirra til að meta þjöppun, innsprautunartíma eldsneytis og bruna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota teikningar og leiðbeiningabæklinga til að átta sig á uppbyggingu vélahluta og búnaðar og hvernig þeir vinna.
    • útskýra tilgang einstakra þátta í eldsneytiskerfum með aðstoð teikninga.
    • rekja og átta sig á samhengi kerfa í vélarúmi.
    • teikna upp kerfi á staðlaðan hátt.
    • vinna með skjámyndir og skjáskipanir í vélarúmi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • annast rekstur skilvindukerfa í eldsneytis- og smurolíukerfum.
    • annast rekstur aðal- og ljósavéla í minni skipum og sinna öllu fyrirbyggjandi viðhaldi á þeim.
    • mæla og meta ástand kælivatns m.t.t. tæringar.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.