Í áfanganum er farið yfir aðferðir sem tryggja rétta meðhöndlun afla með tilliti til gæða og verðmætis. Kynntar eru vinnsluaðferðir, gæðamat á fiski og fiskafurðum. Markmið er að nemendur öðlist skilning á verðmætaaukningu hráefnis með tilliti til mismunandi vinnsluaðferða og mismunandi markaða fyrir fiskafurðir. Fylgt er ferli hráefnis frá veiðum til fullunninnar vöru og bent á nauðsyn þess að hvergi megi víkja frá kröfum um aðgerðir og aðferðir sem tryggja gæði vörunnar sem best.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu aðferðum við geymslu og vinnslu á fiski og hráefni í fiskiskipum.
niðurbrotsferli sem hefst þegar fiskur kemur um borð og hvernig meta skuli ísþörf miðað við magn hráefnis og geymslutíma.
gildi og nauðsyn hreinlætis og þrifa við meðferð og vinnslu afla um borð í skipum.
hvernig þrífa skuli skip, búnað og tæki í veiðiferð og í lok veiðiferðar.
aðferðum við gæðamat og reglum sem um það gilda.
reglum um framkvæmd eftirlits með hreinlæti og hollustuháttum um borð í skipum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina að mismunandi aðferðir við meðhöndlun, vinnslu og geymslu á fiski og afurðum.
greina áhrif umhverfisþátta, s.s. hitastigs, á hraða niðurbrotsferlisins.
nota efni, tæki og aðferðir sem notaðar eru til þrifa á skipum og búnaði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita viðurkenndum aðferðum við meðhöndlun á afla.
meta gæði á fiski og fiskafurðum.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.