Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497013337.24

    Aflameðferð og vinnsluaðferðir
    AFLA3SC04(BS)
    1
    Aflameðferð og vinnsluaðferðir
    Aflameðferð og vinnsluaðferðir - SC
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    BS
    Í áfanganum öðlast nemandinn þekkingu á íslenskum og alþjóðlegum reglum sem gilda um hinar ýmsu vinnsluaðferðir sjávarfangs, þ.m.t. reglum um vinnslu, geymslu, útflutning og markaði íslenskra sjávarafurða. Nemendur skulu kynnast helstu aðferðum við vinnslu á afla um borð í ísfiskskipum, vinnsluskipum, frystiskipum og landvinnslum. Að loknu námi í þessum áfanga á nemandinn að geta stjórnað og borið ábyrgð á vinnsluferli jafnt um borð í skipum sem í landvinnslum.
    AFLA1SA04AS HAFF2SC04AS VETS2SA04AS
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi vinnsluaðferðum sjávarfangs um borð í ísfiskskipum, vinnsluskipumfrystiskipum og landvinnslum.
    • gæða- og þrifakröfum sem gerðar eru til skipa og um meðferð afla um borð í skipum.
    • helstu mörkuðum fyrir íslenskt sjávarfang og íslenskar fiskafurðir.
    • gerð og uppbyggingu þrifnaðaráætlunar fyrir hinar ýmsu vinnsluaðferðir sem og tækjabúnað, hvort heldur er um borð í skipum eða í fiskvinnslufyrirtækjum í landi.
    • grundvallaratriðum við hönnun vinnslulína að því er varðar öryggi og þrifnað.
    • mismunandi efnum sem notuð eru til þrifa í fiskvinnslum.
    • aðferðum við útreikning á þurrefnisinnihaldi og fituprósentu uppsjávarfisktegunda.
    • íslenskum og alþjóðlegum reglum um vinnslu og geymslu á sjávarafurðum.
    • HACCP-gæðakerfinu og reglunum sjö sem snúa að HACCP.
    • skjölum Fiskistofu sem lúta að meðferð afla og vinnslu og útfyllingu þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera þrifnaðaráætlanir fyrir mismunandi vinnsluaðferðir.
    • nýta sér gæðakröfur og alþjóðlegar reglur sem gilda um vinnslu, geymslu og flutning á fiski og fiskafurðum.
    • reikna út þurrefnisinnihald og fituprósentu uppsjávarfiskitegund.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylla út samantektarbækur, nýtingarskýrslur og tilkynningar til löndunarhafna, sem Fiskistofa gefur út.
    • stjórna og bera ábyrgð á vinnsluferli jafnt um borð í skipum sem og í landsvinnslu.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.