Siglingafræði 3 - stórbaugur, sjókort og leiðakort
SIGF3SC05(CS)
2
Siglingafræði
Siglingafræði - SC
Samþykkt af skóla
3
5
CS
Nám í áfanganum veitir nemendum þekkingu, skilning og færni í stórbaugssiglingum auk þess sem þeir læra að gera siglingaáætlun erlendis, reikna út og teikna sjókort í mismunandi mælikvörðum og færa leiðarbók. Markmið þessa áfanga er að veita nemendum þekkingu, skilning og færni í stórbaugssiglingum og gera þá færa um að framkvæma segulskekkjuathugun. (Model course 7.01 Competence: 1.1.1.1, 1.1.1.3, Model course 7.03, Competence: 1.1.2.3)
SIGF3SA05BS
STÆR3RV05CT
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stórbaugssiglingu, stórbaugssiglingakorti, uppbyggingu þess og helstu hugtökum sem tengjast stórbaugssiglingu.
notkun stórbaugskorts og tilhögun stórbaugssiglingar, kostum og göllum þeirrar siglingar.
tilgangi og innihaldi siglingaáætlunar.
tilgangi og innihaldi siglingaskýrslu.
mælikvarða sjókorta.
mismunandi gerðum rafrænna sjókorta, kostum þeirra og göllum.
færslum í leiðarbók og hvaða upplýsingar skuli færa í hana.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota stórbaugskort.
reikna út byrjunarstefnu, vegalengd og hámarksbreidd.
reikna út stórbaugssiglingu með vasareikni og/eða siglingatölvu.
nota rafeindasjókort.
gera siglingaráætlun.
færa leiðarbók.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
reikna út stefnur og vegalengdir stórbaugs.
sigla skipi eftir stórbaug.
framkvæma segulskekkjuathugun.
sigla skipi samkvæmt siglingaráætlun.
halda leiðarbók.
gera siglingaskýrslu.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.