Námið er verklegt og fer fram í verknámsstofu. Stefnt er að því að virkja og örva nemendur til skapandi hönnunar og hugmyndavinnu. Jafnframt er hugmyndavinna, teikning, saumur, mótun og leðurvinna skoðuð sem leið að skapandi vinnu á sem fjölbreyttastan máta. Lögð er áhersla á að kanna tengingu hönnunar við aðrar listgreinar svo sem textil og myndlist.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu aðferðum hönnunarvinnu
hvernig nota má margvíslegan efnivið sem uppsprettu sköpunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla helstu smáverkfæri sem tilheyra vinnu við hönnun og útfærslu muna
hafa með aðstoð unnið með stærri verkfærum sem tilheyra útfærslu hönnunarmuna
vinna skapandi hugmyndavinnu með aðferðum hönnunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
viðhafa vönduð vinnubrögð við hönnun
nýta sér hönnun og hugmyndavinnu sem uppsprettu sköpunar