Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497266915.44

    Sjóréttur - lagaumhverfi sjávarútvegs og siglinga
    SJÓR2SA04(AS)
    2
    Sjóréttur
    Sjóréttur - SA
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AS
    Nemendur kynnast lagaumhverfi sjávarútvegs og siglinga, þ.e. helstu lögum og reglum um siglingar og útgerð og þá sérstaklega því sem lýtur að hlutverki, ábyrgð og skyldum skipstjórnar- og vélstjórnarmanna. Fjallað er um meginatriði löggjafar og réttarheimilda um varnir gegn mengun sjávar auk þess sem vikið er að uppbyggingu alþjóðlegs og fjölþjóðlegs samstarfs á vettvangi SÞ (Sameinuðu þjóðanna), ESB (Evrópusambandsins) og EES (Evrópska efnahagssvæðisins). Nemendur skulu m.a. öðlast grunnþekkingu á helstu réttarreglum um siglingar og útgerð, á meginreglum vinnuréttar og skaðabótaréttar og á reglum um vátryggingar í skiparekstri. Sérstaklega er fjallað um lög og reglur, gerð og búnað, skráningu og eftirlit með skipum. Fjallað er um réttindi yfir skipum, réttindi og skyldur skipverja samkvæmt sjómannalögum, um skiprúmssamninga og um lögskráningu. Fjallað er um efni helstu alþjóðasamþykkta sem eru í gildi, um helstu tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins á sviði siglinga svo og um íslenska löggjöf á þessu sviði, með áherslu á fiskveiðar og fiskiskip. (Model course 7.03, Competence: 3.6.1.3).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu íslensks réttarkerfis og helstu lagareglum um siglingar og útgerð.
    • valdheimildum stjórnvalda og réttarheimildum er varða siglingar og útgerð.
    • réttarstöðu Íslands gagnvart ákvæðum EES-samningsins, stjórnskipan Evrópusambandsins og stofnunum þess, þ.m.t. EMSA.
    • grundvallaratriðum vinnuréttar, skyldum og réttindum launþega, ábyrgð í starfi, sérreglum um sjómenn með áherslu á fiskimenn, réttindum og skyldum skipstjóra og áhafnar og löggjöf um áhafnir á íslenskum skipum, þ.m.t. um lögskráningu.
    • helstu þáttum skaðabótaréttar og sjóvátrygginga og um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanns.
    • ákvæðum um rannsóknir sjóslysa og skyldum skipstjóra í þeim efnum.
    • skyldum skipstjóra þegar tjón verður á skipi eða farmi þess, slys ber að höndum eða umhverfisspjöll verða.
    • ákvæðum um leit og björgun.
    • réttarstöðu þegar um er að ræða björgun skips eða aðstoð við skip.
    • ábyrgð og skyldum vegna alþjóðasamþykkta s.s.SOLAS, STCW og MARPOL 73/78.
    • þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands og ákvæðum í íslenskri löggjöf sem varða framkvæmd alþjóðasamninga og sáttmála á sviði siglinga og útgerðar.
    • helstu alþjóðastofnunum Sameinuðu þjóðanna sem láta sig varða siglingar, skip og skipshafnir, svo sem Alþjóðasiglingastofnuninni (IMO), Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU) og helstu samþykktum þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna sér lög og reglur er lúta að starfsumhverfi hans.
    • kynna sér alþjóðasamþykktir er lúta að skipum og siglingum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka lög og reglur er lúta að sjómennsku og siglingum og fara eftir þeim.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.