Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1497267569.75

  Íslenska skáldsögur sérnám
  ÍSLE1SM04
  71
  íslenska
  Skáldsögur
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  SN
  Í þessum áfanga er markmiðið að nemendur fái innsýn í lestur á skáldsögum, smásögum og ljóðum og geti lesið sér til ánægju og fróðleiks. Áhersla er lögð á að nemendur fái þjálfun í lestri og lesskilningi. Unnið er með bækur og annað efni sem hæfir lestrarkunnáttu og áhugasviði hvers nemenda. Ýmist er unnið er með einstaklingsmiðað námsefni eða allur hópurinn tekur fyrir sömu bókina.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi lestrar
  • mikilvægi þess að geta unnið aðalatriði úr texta á skýran og markvissan hátt
  • lestri ljóða og uppbyggingu þeirra s.s. rími
  • því hvernig skáldsaga getur endurspeglað samfélagið hverju sinni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja lesinn texta
  • endursegja lesið efni
  • þekkja nokkra íslenska rithöfunda og verk þeirra
  • taka þátt í umræðum um bókmenntir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • auka lestrarhæfni sína
  • dýpka lesskilning sinn
  • bæta við orðaforða sinn og almennan hugtakaskilning
  • lesa sér til ánægju
  • auka skilning sinn og þekkingu á samfélaginu og mannlegu atferli og samskiptum í gegnum bókmenntir
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.