Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1497268176.31

  Íslenska hlutsun og framsögn sérnám
  ÍSLE1HF04
  80
  íslenska
  Hlustun og framsögn
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  SN
  Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur þjálfist í munnlegri tjáningu og að rökstyðja skoðanir sínar. Það gera þeir m.a. með því að flytja stuttar ræður, endursegja sögur, flytja ljóð og kynningar. Einnig er markmiðið með kennslunni að nemendur fái þjálfun í að hlusta á aðra og að koma fram fyrir hópi fólks. Þjálfun í framsögn og hlustun er einstaklingsmiðuð.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • munnlegri notkun tungumálsins
  • líkamstjáningu við framsögn
  • raddbeitingu við flutning
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig skýrt og hnökralaust um undirbúið efni
  • taka þátt í samræðum
  • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt
  • hlusta á aðra tjá sig
  • virða skoðanir annarra
  • standa fyrir framan hóp og tjá sig með tilliti til raddbeitingar og líkamstjáningar sem eru við hæfi hverju sinni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • túlka texta
  • endursegja frásögn
  • koma skoðunum sínum á framfæri
  • geta tekið tillit til skoðana annarra
  • leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
  • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu á eins skýran hátt og mögulegt er
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.