Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1497272030.62

  Rafmagnsfræði 6
  RAMV4VC05(FV)
  3
  Rafmagnsfræði
  Rafmagnsfræði - VC
  Samþykkt af skóla
  4
  5
  FV
  Nemendur kynnast og vinna með ýmiss konar varnarbúnað í rafkerfum, t.d. bræðivör, sjálfvör, rafalavarnir og aflrofa. Þeir þjálfast í og læra að vinna að uppbyggingu og virkni varnarbúnaðar í rafkerfum almennt og í rafkerfum skipa sérstaklega, ásamt því að öðlast þekkingu á uppbyggingu háspennukerfis landsins allt frá rafölum til notenda. Kerfið er kynnt með þeim hætti að farið er í gegnum teikningar af virkjunum, tengivirkjum, raforkudreifingu og öðrum tengdum búnaði raforkukerfisins. Æskilegt er að farnar verði vettvangsferðir í orkuver og dreifistöðvar.
  RAMV2VB04DV
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og vinnumáta eins og þriggja fasa spenna.
  • uppbyggingu og virkni helstu íhluta í varnarbúnaði raforkukerfa almennt og í skipum.
  • uppbyggingu raforkukerfis landsins og einstökum hlutum þess.
  • hvernig varnarbúnaður rafkerfa vinnur.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengja og bilanagreina spenna.
  • útskýra uppbyggingu og vinnumáta spenna.
  • útskýra uppbyggingu og virkni helstu íhluta í varnarbúnaði raforkukerfa.
  • útskýra uppbyggingu raforkukerfis landsins.
  • einangra og jarðtengja hluta raforkukerfa áður en unnið er við þau.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stjórna stórum raforkukerfum skipa.
  • vinna með öðrum að þjónustu við rafkerfi landsins.
  • greina bilanir í varnarbúnaði rafkerfa.
  • lýsa og gera skýra grein fyrir uppbyggingu og virkni spenna og varnarbúnaði þeirra.
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.