Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1497274252.88

    Vélfræði 4
    VÉLF4VD05(DV)
    2
    Vélfræði
    Vélfræði - VD
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    DV
    Nemendur öðlast fræðilega undirstöðumenntun í varmafræði og í varmanýtni véla. Þeir læra að reikna og vinna með ferla sem eru myndaðir af ákveðnum ástandsbreytingum eins og isobar, isoterm, isochor, adiabat, isentrop, isentalpi eða polytropi. Nemendur teikna pV- og Ts-línurit fyrir kerfi sem eru sett saman af ferlunum og reikna út vinnu og varma í slíkum línuritum. Nemendur kynnast ýmsum gerðum gashverfla og læra um mismunandi uppbyggingu þeirra, fylgibúnað og virkni.
    VÉLF3VC04CV
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum isobar, isoterm, isochor, adiabat, polytrop, isentalpi, isentrop, entalpi og entropi.
    • hvernig entropi er notað í vatnseimtöflum.
    • notkun Ts- og hs- línurita fyrir eim (Sankey -línurit).
    • notkun pV- og Ts-línurita fyrir Carnot- Dísil-, Ottó- og gashverfla.
    • samsetningu einása-, tveggjaása- og þriggjaása gashverfils og hvar komið er fyrir millikæli, eftirbrennara og varmaskipti.
    • virkni ýmissa þátta gashverfla.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út hitastig, þrýsting og rúmtök Carnot- Dísil-, Ottó- og gashverfla.
    • reikna vinnu, afl, loftnotkun og eldsneytisnotkun.
    • reikna út varmanýtni framangreindra ferla.
    • reikna ásafl Dísil-, Ottó- og Gashverfla út frá reikningslegum forsendum og nýtnisjöfnum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stjórna flóknum vélbúnaði og vélakerfum.
    • bregðast rétt við bilunum í stórum og flóknum vélakerfum.
    • setja sig inn í og skilja virkni uppsetts búnaðar.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.