Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1497278164.02

  Félagsfærni
  LÍFS1FF02
  48
  lífsleikni
  Félagsfærni
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  SN
  Áfanginn er ætlaður til að efla og styrkja félagsfærni nemanda. Félagsfærni er félagslega viðurkennd lærð hegðun sem gerir manneskjunni kleift að eiga árangursrík samskipti við aðra og að forðast félagslega óásættanleg viðbrögð. Nemendur með góða félagsfærni eru líklegri til að eiga frumkvæði að samskiptum, viðhalda þeim og aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Þeir læra að kortleggja styrkleika sína og hæfileika, þekkja eigin tilfinningar og hafa stjórn á þeim.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • félagslegri hegðun eins og kostur er
  • óskrifuðum reglum í félagslegum samskiptum
  • eigin ábyrgð í samskiptum við annað fólk
  • styrkleikum sínum og hæfileikum
  • eigin tilfinningum og annarra í samskiptum
  • eigin sjálfsmynd
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengjast félögum
  • vinna með öðrum
  • greina í sundur tilfinningar og hafa stjórn á þeim
  • haga sér við ýmis tækifæri sem krefjast félagslegrar innsýnar
  • setja sig í spor annarra
  • greina eigin ábyrgð og skyldur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta átt í jákvæðum og innihaldsríkum samskiptum við annað fólk
  • finna nýjar og viðeigandi aðferðir til að leysa vandamál
  • iðka prúðmennsku og háttvísi
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  Símat sem byggist á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.