Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1497352142.34

  Stærðfræði rúmfræði sérnám
  STÆR1RM04
  67
  stærðfræði
  Rúmfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  SN
  Áfanginn fjallar um grunnþekkingu á rúmfræði. Kennt er um lögun hluta og stærð og æfðar máltökur. Áhersla er lögð á að nemandi læri að beita einföldum formúlum við útreikninga.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að greina í sundur helstu grunnform rúmfræðinnar
  • lengd og breidd
  • hugtökunum „heil og brotin lína“
  • að beita formúlum sem þarf til að reikna út flatarmál og ummál
  • hugtökunum „tvívíð“ og „þrívíð“
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita reglustiku og tommustokk
  • teikna sex grunnform rúmfræðinnar
  • reikna flatarmál ferhyrnings, þríhyrnings og trapísu
  • reikna ummál
  • mæla horn og lesa úr gráðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • til sjálfsbjargar í daglegu lífi
  • sem grunn að frekara stærðfræðinámi
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda í ýmis konar verkefnagerð.