Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1497361670.82

  Þýska talmál sérnám
  ÞÝSK1TM02
  26
  þýska
  Talmál
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  SN
  Í áfanganum verður áfram lögð áhersla á undirstöðuatriði tungumálsins. Byggður verður upp grunnorðaforði með ýmsum æfingum. Einnig verður farið í einföld málfræðiatriði. Áhersla verður lögð á notkun einfalds talmáls.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum orðaforða
  • helstu reglum um framburð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg, einföld efni þegar talað er hægt og skýrt
  • fylgja fyrirmælum á þýsku og skilja kveðjur og kurteisisávörp
  • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
  • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og tengist honum sjálfri
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
  • eiga einföld samskipti á þýsku við ákveðnar aðstæður
  • segja frá persónulegum högum á einfaldan hátt
  • vinna úr einföldum textum á mismunandi hátt
  Símat sem byggir á áhuga og virkni nemanda við ýmis konar verkefnagerð.