Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1498568466.5

    Veiðitækni og sjávarútvegur
    VETS2SA04(AS)
    1
    Veiðitækni og sjávarútvegur
    Veiðitækni og sjávarútvegur
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AS
    Nám í þessum áfanga á að kynna nemendum gerð, uppbyggingu og notkun þeirra veiðarfæra sem notuð eru í íslenskum sjávarútvegi auk þess sem kynnt eru valin veiðarfæri sem notuð eru erlendis. Nemendur öðlast þekkingu og skilning á veiðihæfni einstakra veiðarfæra og atferli fisktegunda gagnvart þeim. Þeir læra að þekkja eiginleika veiðarfæra við mismunandi aðstæður, kjörhæfni veiðarfæra með tilliti til veiða á ákveðnum fisktegundum, lífríkis á sjávarbotni og þess aukaafla sem gjarnan fæst í ákveðin veiðarfæri auk áhrifa notkunar þeirra á sjávarbotninn. Fjallað er um áhrif sjávarstrauma á dráttarhraða botn- og flottrolla með tilliti til sjóflæðis í gegnum veiðarfærið. Kynnt eru nemakerfi sem eru í notkun og framtíðarhorfur í tækni sem snýr að því að skipstjórnarmaðurinn fái raunupplýsingar um það sem er að gerast í veiðarfærinu. Farið er í tegundir og eiginleika veiðarfæra, s.s: hlerategundir og tækni sem beitt er í veiðum á botn- og uppsjávarveiðum. Nemendur fá innsýn í verkaskiptingu ráðuneyta, hlutverk Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og sjávarútvegsráðuneytis og annarra sem koma að nýtingu auðlinda hafsins. Einnig fá nemendur kynningu á lagaumhverfi sem snýr að nýtingu auðlinda sjávar og meðferð afla um borð í skipum, á fiskmörkuðum innanlands og erlendis sem og þeim stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast sjávarútveginum. Fjallað er stuttlega um sögulega þróun sjávarútvegs og gildi hans fyrir íslenskt samfélag.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • veiðum með mismunandi veiðarfærum, s.s. netaveiðum, línuveiðum, dragnótaveiðum og togveiðum.
    • hlutverki einstakra hluta veiðarfæra og samspili þeirra á milli.
    • hegðun og stöðugleika veiðarfæra í sjó og þeim þáttum sem ráða veiðihæfni þeirra.
    • notkun tækja við fiskileit og hegðun og atferli fiska gagnvart veiðarfærum og leitartækjum.
    • notkun aflanemakerfa.
    • uppbyggingu og skipulagi sjávarútvegs á Íslandi.
    • helstu hugtökum í tengslum við fiskveiðiheimildir, s.s. fiskveiðilögsögu, landhelgi, grunnlínu, viðmiðunarlínu, lokunarsvæði.
    • lögum og reglum sem gilda um nýtingu auðlinda hafsins og fiskveiðistjórn.
    • fiskveiðikerfum sem lög um fiskveiðar gera ráð fyrir.
    • reglum um aflamark og framsal þess, tilkynningum um afla og færslu afladagbókar.
    • lögum og reglum sem gilda um nýtingu sameiginlegra fiskistofna.
    • starfsemi fiskmarkaða innanlands sem erlendis og helstu mörkuðum fyrir íslenskar fiskafurðir.
    • aðferðum við flutninga á fiski frá veiðiskipi til útflutnings, s.s ferskfiskflutningum í gámum og losun afla beint yfir í flutningaskip.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra hvernig helstu veiðarfæri eru notuð.
    • útskýra helstu hluta veiðarfæra og heiti þeirra.
    • gera sér grein fyrir því hvernig helstu fiskileitartæki eru notuð.
    • útskýra uppbyggingu sjávarútvegs á íslandi, lagaumhverfi hans og helstu stofnana.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja heppileg veiðarfæri og nýta sér eiginleika þeirra við mismunandi aðstæður.
    • fara eftir gildandi lögum og reglum við fiskveiðar, vinnslu og flutning.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.