Námið miðar að því að nemendinn auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði vísinda-, fag- og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemandinn er þjálfaður í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast vísindum og/eða faginu sem hann stundar. Einnig er nemandinn þjálfaður í töluðu máli, bæði með umræðum og formlegum fyrirlestrum. Fjallað er um siðferðileg álitamál vísinda og samfélagslega ábyrgð.
ENSK2AE05AT
ENSK2OF05BT
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
enskum orðaforða og hugtökum sem tengjast vísindum og fagi.
orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
siðfræði vísinda, til dæmis í umhverfismálum, og samfélagslegri ábyrgð.
mismunandi málsniði enskrar tungu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til gagns fræðilegar greinar um efni tengd vísindum og/eða faginu.
skilja talað mál sem fjallar um vísindi, til dæmis fyrirlestra.
taka virkan þátt í samræðum um vísindaleg og/eða fagleg málefni.
tjá sig munnlega, bæði formlega og óformlega, um efni sem tengjast vísindum og/eða faginu sem hann hefur kynnt sér og undirbúið.
skrifa og skilja ýmiss konar texta sem tengist vísindum og/eða faglegum málefnum, meðal annars útdrætti, skýrslur og rannsóknarritgerðir.
beita málinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja megininntak erinda og rökræðna sem fjallað er um í áfanganum.
tileinka sér efni ritaðs texta sem tengist vísindum og/eða faginu og nýta á mismunandi hátt.
taka þátt í umræðum og færa rök fyrir máli sínu um vísindaleg og/eða fagleg málefni.
tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt um málefni sem tengjast vísindum og/eða faginu.
skrifa texta um efni sem tengist vísindum og/eða faginu og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við.
nýta sér upplýsingatækni til fróðleiks og rannsókna.
geta lagt gagnrýnið mat á texta.
nýta sér fræðitexta og meta gildi heimilda.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.