Áfanginn fjallar um kvikmyndafræði vísindaskáldsagna og fantasía, sögu þeirra og virkni. Farið verður í texta úr ýmsum fræðibókum og nemendum er kynnt lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Í framhaldi verður farið yfir sögu hryllingsmynda og lesnar valdar fræðigreinar. Í kvikmyndasýningunum verður reynt að draga fram þau sérkenni sem einkenna lesefni hverrar viku.
Námsmat felst í áhorfi mikilvægra kvikmynda í kvikmyndasögunni, lesverkefnum, munnlegum og verklegum verkefnum. Nemendur munu nýta sér kvikmyndamiðilinn sjálfan til þess að kynnast möguleikum og áhrifum hans.
Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð, nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Mikil áhersla verður lögð á umræður í tímum og því er góð mæting mjög mikilvæg. Verkefnavinna miðar að því að nemendur öðlist hæfni til að nýta eigin þekkingu og reynslu við úrlausn nýrra viðfangsefna.
ÍSLE2ED05 eða SAGA2FR05/SAGA2OL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægum kvikmyndafræðilegum hugtökum
völdum þáttum í kvikmyndasögu vísindaskáldsagna og fantasía
grunnaðferðum í greiningu kvikmynda
grunnhugtökum í gerð og framleiðslu kvikmynda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa kvikmyndafræðilegan texta
endursegja og skýra kvikmyndafræðilegan texta
beita gagnrýnni hugsun
meta eigin rök og annarra
tjá sig og hlusta á aðra
tengja kvikmyndafræði við eigin reynslu og veruleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta miðlað skoðunum og fræðilegum athugunum á skýran hátt
geta greint kvikmyndir á fræðilegan hátt
geta notað hugtök og aðferðir til að skilja og greina miðilinn betur
geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissan hátt
skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin yfir önnina. Áhersla á umsagnir og endurgjöf. Engin skrifleg lokapróf.