Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1503666220.31

    Vinnustaðanám í húsasmíði I
    VINS2VA30(FB)
    20
    vinnustaðanám
    Vinnustaðanám í húsasmíði I
    Samþykkt af skóla
    2
    30
    FB
    Í áfanganum fara nemendur í nám á vinnustað og getur nemandinn verið á mörgum vinnustöðum eftir verkefnum en vinnan er samræmd og skipulögð af skóla. Nemandinn á að vinna við neðangreinda verkþætti og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við þá. Vægi verkþátta er eins og greint er hér fyrir neðan. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem skóli og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Verkþættir vinnustaðanáms í vikum: Timburhús 2 vikur, Gluggar og útihurðir 2 vikur, Viðhald og endurbætur húsa 5 vikur, Sólpallar og skjólveggir 2 vikur, Veggir og klæðningar innanhúss 6 vikur, Innréttingar og innihurðir 1 vika, SAMTALS VIKUR: 18
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi útfærslum á undirstöðum timburhúsa.
    • eiginleikum og vali á réttu yfirborðsefni, t.d. fúavarnarefni
    • eiginleikum og vali á réttum festingum og þéttiefni vegna ísetningar glugga og útihurða, lögum og reglugerðum sem fjalla um gömul hús
    • helstu byggingastílum og friðun gamalla húsa, greiningu steypuskemmda og orsökum þeirra, útfærslum á undirstöðum fyrir sólpalla
    • eiginleikum og vali á réttu efni í sólpalla og skjólgirðingar
    • eiginleikum og vali á réttu efni sem notað er í innveggi og klæðningar, kröfum um innveggi og klæðningar sbr. byggingareglugerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ganga frá vatnsbrettum, áfellum og listum vegna smíði timburhúsa ganga frá undirstöðum fyrir timburhús
    • ganga frá gluggum í steypumót
    • sjá um ísetningu glugga og útihurðir eftir uppsteypu húsa
    • taka úr fyrir skrám, stafjárni og staðsett lamir vegna útihurða, glerja glugga og þekkja mismunandi glerjunaraðferðir
    • skipta um eða gera við fúna glugga og útihurðir
    • smíða sólpalla
    • setja upp skjólveggi
    • setja upp hleðslugrindur
    • setja upp og rétta af veggjagrindur, t.d. staðsetja stoðir og glugga‐ og dyragöt, setja upp hljóðeinangrandi‐ og eldveggi
    • setja upp veggjagrind og rétta af fyrir útveggi, setja upp og rétta af loftagrind (rafmagnsgrind)
    • smíða timburgólf og klæða þau, leggja fljótandi og gegnheilt parket, slípa og lakka timburgólf
    • setja saman og setja upp innréttingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera lekaleit og nota réttar aðferðir við þéttingu vegna leka, sjá um viðhald og endurbætur innanhúss
    • fara að kröfum, reglum og stöðlum um styrkleika í burðarvirki timburhúsa, reisa burðarvirki, klæða veggi og þök timburhúsa
    • nota yfirborðsefni
    • beita réttum aðferðum við þéttingar glugga og útihurða, greina fúaskemmdir í húshlutum og meta umfang þeirra
    • endurbyggja og breyta burðarvirki veggja og þaka í timburhúsum, endurglerja gamla glugga
    • skipta um og gera við utanhússklæðningar
    • framkvæma steypuviðgerðir og þekkja eiginleika þeirra
    • pússa upp glugga og útihurðir og yfirborðsmeðhöndla á ný
    • endureinangra húshluti
    • ganga frá einangrun útveggja, milliveggja og lofta, sbr. byggingareglugerð
    • ganga frá loftræstingu þaka, vindvörn og rakavarnarlagi, sbr. byggingareglugerð, stilla af, festa og þétta innihurðaramma
    Námsmat byggist á ferilbók sem skiptist í aðalverkþætti. Aðalverkþættir í fyrri hluta vinnustaðanáms eru: ​ Timburhús; Gluggar og útihurðir; Viðhald og endurbætur húsa; Sólpallar og skjólveggir; Veggir og klæðningar innanhúss og; Innréttingar og innihurðir​