Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu.
að reglubundin líkamsrækt er grunnur að góðri líkamshreysti.
mikilvægi upphitunar, úthalds-, styrktar- og liðleikaþjálfunar.
leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegum athöfnum.
æfingum sem bæta líkamsstöðu og hvernig beita á líkamanum rétt.
fjölbreytilegum aðferðum til heilsuræktar.
mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta.
stunda æfingar og hreyfingu sem stuðla að bættri líkamsbeitingu.
stunda þjálfun og hreyfingu sem hefur áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar.
beita samvinnu sem stuðlar að tillitssemi og hvatningu.
nýta sér undirstöðuatriði líkamsbeitingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í almennri heilsurækt, leikjum og útiveru sem metið er með virkni, hugarfari og mætingu nemandans.
gera sér grein fyrir gildi samvinnu í leik og keppni sem metið er með samskiptahæfni nemanda.
sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf sem metið er með hegðun og framkonu nemanda.
glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt.
leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda líkamshreysti sem metið er með þol- og styrktarprófi.
nýta sér möguleika í að flétta reglubundna hreyfingu í daglegt líf og starf sem metið er með spurningalistum.
nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni sem metið er með markmiðssetningu, dagbókarskrifum og sjálfsprófi.
Frammistöðumat nemandans fer eftir leikni hans í að vinna með öðrum og hæfni hans og leikni til að standast þol- og styrktarpróf á metnarfullan hátt. Virkni og áhugahvöt nemendans endurspeglast í mætingu og frammistöðu í tímum.