Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1504695325.13

    Inngangur að náttúruvísindum
    NÁTT1UN05
    19
    náttúrufræði
    Undirbúningur að náttúruvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er inngangur að náttúruvísindum. Í honum er lögð áhersla á hvað einkennir vísindalega hugsun og vinnubrögð náttúruvísinda. Fjallað er um hvernig maðurinn notar hinar ýmsu náttúruvísindagreinar, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði til að auka skilning sinn á náttúrunni og heiminum. Farið er í samspil nýtingar náttúruauðlinda, einkenni fræðigreinanna og tækniþróunar. Samtímis er horft til mikilvægis þess að umgangast náttúruna af virðingu. Lögð er áhersla á að tengja viðfangsefni við daglegt líf nemenda með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og skilning á náttúruvísindagreinum og samfélagslegu gildi þeirra. Nemendur æfast í að afla og lesa upplýsingar um náttúrufræðilegt efni, skipuleggja og framkvæma athuganir, skrá og meta niðurstöður auk þess að miðla þeim á fjölbreyttan hátt.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum náttúruvísindagreina, s.s. eðlisfæði, efnafræði, líffræði og jarðfræði og tengingu þeirra við daglegt líf
    • tækninýjungum sem tengjast mismunandi náttúruvísindagreinum
    • helstu hugtökum sem varða náttúruvísindi daglegs lífs
    • samspili manns og náttúru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og ræða texta um náttúruvísindi
    • framkvæma einfaldar vísindalegar athuganir
    • nýta margmiðlunarefni, gagnabanka, leitar- og samskiptavefi um náttúruvísindalegt efni á gagnrýninn hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvað einkennir vísindalega hugsun og vinnubrögð náttúruvísinda
    • skilja hvernig maðurinn notar hinar ýmsu náttúruvísindagreinar, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði til að auka skilning sinn á náttúrunni og heiminum
    • geta á gagnrýninn hátt metið gildi upplýsinga um umhverfi, náttúru og tækni
    • geta rökrætt álitamál er varða umgengni við náttúruna, tækni og nýjustu vísindi
    • geta tekið afstöðu til verndunar og nýtingar náttúruauðlinda
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.