Í áfanganum er fjallað um líkamlega og geðræna sjúkdóma og latneskt nafngiftakerfi sjúkdóma. Fjallað er um hugtök og sjúkdóma sem tengjast innkirtlakerfi, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi. Áhættuþættir, einkenni, orsakir, afleiðingar og meðferðamöguleikar algengra sjúkdóma í fyrrnefndum líkamskerfum eru teknir til umfjöllunar. Algengum geðröskunum eru gerð skil og fjallað um forvarnir, einkenni og meðferð geðraskana. Skoðuð eru tengsl umhverfis, erfða og áhættuþátta við sjúkdómsþróun þar sem við á.
SJÚK2MS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum fræðilegum hugtökum sem tengjast efni áfangans
meingerðum, einkennum, orsökum, afleiðingum, forvörnum og meðferðarmöguleikum algengra sjúkdóma í innkirtlum, hjarta og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi
einkennum, orsökum, forvörnum og meðferðarmöguleikum algengra geðraskana
tengslum sjúkdómsþróunar og truflana á samvægisferlum í líkama
tengslum sjúkdómsþróunar við umhverfis og áhættuþætti
fjölbreyttum miðlum til þess að viðhalda og þróa þekkingu sína í sjúkdómafræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota algeng fræðileg hugtök sem tengjast efni áfangans
bera saman einkenni, orsakir, forvarnir og meðferðarmöguleika algengra geðraskana
benda á tengsl sjúkdómsþróunar og truflana á samvægisferlum í líkama
benda á tengsl sjúkdóma við umhverfis og erfðaþætti
nota fjölbreytta miðla til þess að viðhalda og þróa þekkingu sína í sjúkdómafræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra meingerð, einkenni, orsakir, afleiðingar, forvarnir og meðferðarmöguleika algengra sjúkdóma í innkirtlum, hjarta og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi
rekja tengsl sjúkdóma og umhverfis og erfðaþátta, þar sem við á
miðla þekkingu um sjúkdóma í innkirtlakerfi, hjarta og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi auk geðraskana á fjölbreyttan og skapandi hátt
bera kennsl á algeng einkenni sjúkdóma og/eða frávik frá eðlilegu ástandi
tengja sjúkdómseinkenni og sjúkdómsástand
yfirfæra og nýta þekkingu í sjúkdómafræði í starfi