Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1504795880.92

  Gagnasafnsfræði 1
  GAGN1GR05
  3
  Gagnasafnsfræði
  Grunnur
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Nemendur fara yfir hönnun gagnagrunna og tafla með tilliti til vensla og normalforma. Nemendur vinna með gagnasöfn og fyrirspurnamálið SQL sem þeir nota til að búa til töflur og vensl, leita að gögnum í töflum, bæta við gögnum í töflu, uppfæra gögn í töflu og eyða gögnum úr töflu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gagnasöfnum
  • fyrirspurnamálinu SQL
  • mikilvægi gagnagrunna
  • tengingum á milli tafla í gagnagrunni
  • mismunandi gagnagrunnskerfum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • búa til gagnagrunn
  • setja upp töflur
  • ná í gögn úr töflum
  • búa til lykla í töflum
  • tengja saman töflur
  • viðhalda töflum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna með mismunandi gagnagrunnskerfi
  • setja upp einföld gagnasöfn
  • vinna sjálfstætt
  • skipuleggja vinnutíma og forgangsraða viðfangsefnum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.