Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1504796265.79

    Tölvutækni framhald
    TÖTÆ2FR05
    4
    tölvutækni
    Framhald
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Framhaldsáfangi í vélbúnaði, stýri og netkerfum. Megináherslan á vélbúnað, stýrikerfi og jaðartæki. Nemendur setja saman tölvu og setja upp stýrikerfi, uppfæra BIOS, rekla og stýrikerfi. Farið er í hlutverk og samskipti mismunandi íhluta tölvunnar s.s. örgjöva, minnis o.fl. Fínstílling á vélbúnaði og stýrikerfi. Samskipti við viðskiptavini, þjónustuborð. Tenging og uppsetning á jaðartækjum. Hvernig farga á tölvubúnaði. Farið er yfir helstu netöryggismál og helstu hættur skoðaðar í þeim efnum. Farið í netkerfi og helstu útfærslur á þeim.
    TÖTÆ1GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni á undirstöðueiningum s.s. örgjörva, rásasetta o.s.frv
    • mismunandi jaðartækjum sem tengjast við tölvur
    • áhrif stöðurafmagns og spennutruflana á tölvuíhluti og varnir gegn þeim
    • helstu hættum er varða netöryggismál
    • helstu uppsetningar á netkerfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja saman einkatölvu
    • koma fyrir, tengja og setja upp algengan búnað í tölvu
    • geta tengt og sett upp hin ýmsu ytri jaðartæki
    • setja upp einstaklingsstýrikerfi á tölvu
    • nettengja tölvu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp einmenningstölvur frá grunni
    • koma fyrir, tengja og setja upp algengan búnað í tölvu
    • geta tengt og setja upp hin ýmsu jaðartæki
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.