Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505136790.72

    Enska - Vísindaskáldskapur, fantasíur og hrollvekjur í gegnum kvikmyndum, myndasögum og skáldsögum.
    ENSK3KB05
    42
    enska
    Kvikmyndir, bókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur fá að kynnast vísindaskáldskap, fantasíum og hrollvekjum í gegnum kvikmyndir, myndasögur og skáldsögur.
    Nemandi þarf að hafa lokið 10 einingum á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Orðaforða sem gerir þeim kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi, hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið.
    • Helstu hefðum í uppsetningu og skipulagi ritaðs máls.
    • Enskri menningu og enskri tungu sem og menningu í öðrum enskumælandi samfélögum
    • Að flytja ræður og geta tjáð sig sómasamlega um ákveðið efni á ensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Lestri, sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gerir miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
    • Að skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir.
    • Að skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram.
    • Að geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á.
    • Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni.
    • Geta lagt gagnrýnið mat á texta.
    • Hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt.
    • Geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð.
    • Beita rithefðum sem eiga við í textasmíð.
    • Vinna rétt með heimildir.
    • Skrifa gagnorða, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta.
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat