Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1505223982.35

  Listasaga frá hellamálverkum til nýklassíkur
  LISA1HN05
  2
  ListaSaga
  hellamálverk, listasaga, nýklassík
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum kynnir nemandinn sér forsendur sjónlista og helstu stílbrigði í listasögu frá öndverðu og fram á 19. öld í samhengi við evrópska sögu og tengsl listarinnar við þjóðfélagið á hverjum tíma. Markmið áfangans er meðal annars að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Farið er í gegnum helstu þætti listasögunnar í tengslum við tíðaranda og tækniframfarir hvers tímabils og munu nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og þekkingaröflun og nýta sér tölvutækni og nýmiðla við framsetningu verkefna sem unnin eru á önninni. Nauðsynlegt er að nemandinn sé virkur, sjálfstæður og skapandi í þekkingarleit sinni, framsetningu og kynningu á verkefnum sínum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu stíleinkennum og stefnum í listasögu frá hellamálverkum til og með nýklassískum stíl og helstu hugtökum sem tengjast þeim
  • menningarlegri og hugarfarslegri þróun og margbreytileika í mannlegu samfélagi
  • því hvernig listasagan er nátengd samfélagslegum veruleika og tækniframförum á hverjum stað á hverjum tíma
  • samfélagslegu, menningarlegu og efnahagslegu gildi listsköpunar
  • tengslum heimspeki og myndlistar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinka sér gagnrýna hugsun
  • nota fagbókmenntir, tímarit, veraldarvefinn og fjölmiðla í upplýsingaöflun og gangasöfnum
  • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt undir leiðsögn kennara að afmörkuðum verkefnum
  • nota hugtök sem tengjast faginu til að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær
  • nota mismunandi miðlunarleiðir í framsetningu verkefna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera grein fyrir niðurstöðum verkefna sinna á fjölbreyttan, áhugaverðan og gagnrýninn hátt
  • bera saman, finna tengsl og draga ályktanir af listasögunni og þróun hennar og hvaða áhrif listsköpun hefur á samfélag á hverjum tíma
  • sýna sjálfstæði við útfærslu verkefna, einn og í hópavinnu undir leiðsögn kennara
  • setja listasöguna í menningarlegt og félagslegt samhengi og geri sér grein fyrir hvaða áhrif staðhættir, náttúruauðlindir, tækniframfarir og stjórnarfar hafa á listræna sköpun/myndlist
  • taka þátt í samvinnu með umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi
  • ræða um verkefni sín við aðra með almennri ígrundun og samanburði
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.