Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1505485937.0

  Lokaverkefni
  MYNL3LO10
  9
  myndlist
  lokaverkefni
  Samþykkt af skóla
  3
  10
  Í byrjun vinna nemendur alls kyns skissur og teikningar með mismunandi aðferðum undir handleiðslu kennara. Nemendur kynna sér verk mismunandi listamanna sem vinna með allar þær tækniaðferðir sem nemendur eru búnir að læra. Þetta gera þeir bæði með heimsóknum til listamanna og með því að skoða verk þeirra í bókum og á netinu. Í kjölfarið ákveður nemandi þema eða hugmynd lokaverkefni síns. Nemendur gera skriflega verkáætlun með lýsingu á framkvæmd, forsendum fyrir vali á verkefni, og hvaða hugmyndir eru að baki verkinu. Þeir halda dagbók þar sem þeir skrá allt vinnuferlið og hugmyndir sem koma upp á vinnutímanum. Nemendur vinna sjálfstætt en eiga að notfæra sér leiðsögn kennaranna í öllu ferlinu til að ræða um hugmyndir og útfærslu verksins. Nemendur skipuleggja lokasýningu í samráði við kennara.
  MYNL3LM05 og MYNL3MÁ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig vinna á listaverk alveg frá grunnhugmynd og til lokaútfærslu
  • hvernig setja á upp samsýningu
  • hvernig ferilmappa skal líta út
  • hvernig vinnuferlið er skrásett og útskýrt skilmerkilega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna fullhugsað listaverk frá hugmynd til fullunnis verks , kynna það og setja á sýningu
  • setja eigin verk og hugmyndir saman í persónulega ferilmöppu
  • setja upp myndlistarsýningu ásamt öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tileinka sér sjálfstæð, fagleg og skapandi vinnubrögð sem metið er með verkefnum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.