Í áfanganum er lögð áhersla á að dýpka þekkingu og skilning nemenda á gerð flóknari arkitektateikninga á grundvelli viðurkenndra venja, staðla og reglugerða um mannvirki og mannvirkjagerð. Kynntar eru almennar kröfur um gerð aðalteikninga. Unnið er með byggingarlýsingu, verklýsingar, greinargerðir, ýmis skrifleg fyrirmæli, forsendur og útreikninga. Fjallað er um uppdrætti, varðveislu þeirra og undirritun hönnuða. Kynnt er byggingareglugerð og fjallað um hvernig ákvæði hennar eru uppfyllt á teikningum og öðrum fylgigögnum, farið er sérstaklega í brunavarnir. Farið er dýpra í vinnu varðandi merkingar, línugerðir og aðrar mikilvægar upplýsingar sem þurfa að vera á arkitektateikningum. Einnig er fjallað ítarlega um notkun og útfærslu helstu byggingarefna sem notuð eru í meðalstór hús. Nemendur þjálfast í samræmingu teikninga og teiknikerfa, vinna með númerakerfi, lagskiptingar, utanaðkomandi tilvísanir og mismunandi mælikvarða samkvæmt íslenskum stöðlum við mannvirkjagerð. Útprentun teikninga og samsetning teikningasetta er æfð ásamt innsetningu í skjalavistunarkerfi. Dýpkað er á skilningi og þekkingu nemenda á „BIM“, Upplýsinga Líkan Bygginga, notkun þess fyrir vistun og miðlun gagna til hagræðingar fyrir byggingariðnaðinn og mannvirkjagerð. Gerð er bygginganefndarteikning fyrir meðalstórt hús.
ARKT2TT04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kröfum byggingareglugerðar, ásamt teiknireglum fyrir frágang arkitektateikninga.
merkingum, tilvísunum, og mismunandi línugerðum arkitektateikninga.
helstu byggingarefnum og samsetningum við byggingu meðalstórra húsa.
teiknikerfum og samræmingu teikninga með tilliti til númerakerfa og lagskiptinga.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna og ganga frá flóknum arkitektateikningum samkvæmt fyrirmælum hönnuðar og viðurkenndum venjum, stöðlum og reglugerðum um mannvirki og mannvirkjagerð.
nota og vinna með mismunandi mælikvarða samkvæmt íslenskum stöðlum bygginga og mannvirkjagerðar.
setja saman teikningasett til útprentunar og útgáfu og notkun ýmissa vistunarkerfa.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér ákvæði byggingareglugerðar við frágang arkitektateikninga.
vinna eftir ákveðnu ferli þar sem eitt vinnslustig tekur við af öðru.
kynna vinnu sína fyrir samnemendum og kennara og meta vinnu annarra nemenda.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.