Í áfanganum fá nemendur þjálfun í frekari vinnslu teikninga sem hannaðar eru á faglega fullnægjandi hátt í samræmi við viðurkenndar venjur, staðla og ákvæði laga og reglugerða um mannvirki og mannvirkjagerð auk teiknireglna. Nemendur þjálfist í að afla upplýsinga og gagna hjá stofnunum og embættum til nota við frekari úrvinnslu teikninga. Áfanganum er ætlað að dýpka skilning á flóknari arkitektateikningum auk þess að veita þjálfun í að leysa hönnunarverkefni sem útfærð eru í þrívídd. Lögð er áhersla á frágang arkitektateikninga til áritunar hönnuða í samræmi við kröfur um frágang teikninga og fylgigagna. Gerð er bygginganefndarteikning fyrir stærri byggingu, t.d. stórt iðnaðarhús, íþróttahús, verslunarhús eða sambærilegt hús.
ARKT3TT04BB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
flóknum stærri byggingum og uppbyggingu þeirra.
stöðlum og teiknireglum sem tryggja gæði við endanlegan frágang flókinna arkitektateikninga auk fylgigagna til áritunar.
útfærslu einfaldrar brunahönnunar.
aðferðum við upplýsinga‐ og gagnaöflun hjá stofnunum og embættum sem setja skilyrði og reglur um stærri húsbyggingar og mannvirki.
helstu byggingarefnum og samsetningum til smíði stærri húsa og mannvirkja.
nota upplýsingalíkan fyrir verkefnatengdar upplýsingar og gagnamiðlun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með frumdrög frá arkitektum undir handleiðslu leiðbeinanda.
sækja og nota/vinna með gögn frá embættum og setja inn í teikningar til frekari úrvinnslu.
vinna aðaluppdrátt á grundvelli upplýsinga frá hönnuði.
vinna endanlegar teikningar og teikningasett til útprentunar og útgáfu.
fylla út gögn sem fylgja aðaluppdráttum til byggingarfulltrúa.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstætt við gerð aðaluppdrátta og verkteikninga til innlagnar hjá byggingarfulltrúa.
ganga frá fylgigögnum með aðaluppdráttum og verkteikningum til byggingarfulltrúa og meðhönnuða.
setja upp skráningartöflu á teikningar og setja fram með öðrum útgáfugögnum.
vinna með landupplýsingakerfi og þekkja til staðla og teiknireglna því samfara.
útfæra einfalda brunahönnun.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.